Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Þjónustuskilmálar FitSuccess

Þjónustuskilmálar þessir útskýra þær reglur sem þú gengst undir þegar þú notar þjónustu FitSuccess. 

Á eftir stuttri lýsingu á þjónustu FitSuccess hér fyrir neðan eru útlistaðir þeir skilmálar sem eiga við um aðgang þinn og notkun á vefsvæðum FitSuccess sem K&M ehf., kt 711011-1020 (hér eftir nefnt FitSuccess), á og rekur. Með því að nota FitSuccess.is samþykkir þú að hlýta öllum notkunarskilmálum FitSuccess eins og þeir eru á hverjum tíma (sjá líka: „Gildistími og breytingar á skilmálum“ hér fyrir neðan).

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega.

 

Um þjónustu FitSuccess

Þjónusta FitSuccess felur í sér upplýsingar, virkni og vefsvæði fyrir líkamsrækt einstaklinga í formi hugbúnaðar sem heldur utan um samskipti við þjálfara, æfinga- og matardagbókakerfi, upplýsingar og efni ásamt persónuupplýsingum notenda. Þjónustan inniheldur einnig greinar og annan fróðleik um líkams- og heilsurækt sem hefur það að markmiði að valdefla notendur til að ná góðum tökum á heilsunni. Upplýsingarnar sem birtar eru kunna að vera sniðnar að þér út frá þeim persónugögnum sem þú hefur veitt á „Mínum síðum“, upplýsingum sem hafa komið fram í samskiptum þínum við þjálfara FitSuccess, eða öðrum gögnum.

 

Samþykki notkunarskilmála FitSuccess

 • Með því að nota upplýsingar, verkfæri og virkni á vefsvæðum FitSuccess.is (saman nefnt „þjónusta“), samþykkir þú að hlýta þessum skilmálum, hvort sem þú ert „gestur“ (sem merkir að þú hefur heimsótt vefsvæðið FitSuccess.is) eða „notandi“ (sem merkir að þú hefur stofnað notendaaðgang að FitSuccess).
 • Orðin „þú“ og „notandi“ í öllum beygingarmyndum í þessum skilmálum vísa til notanda.
 • Ef þú óskar eftir því að gerast notandi og þar með nýta þér þjónustu FitSuccess.is, þá verður þú að lesa þessa skilmála og samþykkja í skráningarferlinu.
 • Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist. Til notkunar telst m.a. upplýsingaöflun og/eða nýting þeirrar þjónustu og upplýsinga sem í boði er á vefsvæðum FitSuccess.is á hverjum tíma.

 

Persónuvernd

 • Persónuverndarstefna FitSuccess, sem telst hluti af þessum skilmálum, inniheldur ítarlegri upplýsingar um meðferð FitSuccess  á persónuupplýsingum þínum.
 • Þegar þú notar þjónustu okkar samþykkir þú að FitSuccess megi nota persónuupplýsingar sem þú veitir okkur í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
 • FitSuccess áskilur sér rétt til að uppfæra Persónuverndarstefnuna og er ávallt sú útgáfa í gildi sem er aðgengileg á hverjum tíma á vefsvæðinu FitSuccess.is. 

Aðgangur notanda

 • Þú ábyrgist að þær upplýsingar sem þú skráir um þig á vefsvæðum FitSuccess.is séu alltaf réttar og varði þig sjálfa/n.
 • Aðgangur þinn að Mínum síðum FitSuccess.is skal aðeins notaður af þér og er leynd aðgangsupplýsinga, þ.e. notandanafns og lykilorðs, á þína ábyrgð.
 • Þér er óheimilt að deila aðgangsupplýsingum með þriðja aðila eða á annan hátt veita þriðja aðila aðgang að persónulegum aðgangi þínum að Mínum síðum FitSuccess.is.
 • Þú skilur og samþykkir að þú ert ábyrg(ur) fyrir því að tryggja leynd aðgangsupplýsinga þinna og berð ábyrgð á hvers kyns tjóni sem kann að hljótast af því að aðgangsupplýsingar rati til þriðja aðila.
 • Með því að skrá netfang þitt hjá FitSuccess.is, samþykkir þú að FitSuccess megi senda þér tilkynningar og aðrar sambærilegar upplýsingar á netfang þitt.
 • Þér er einungis heimilt að fá aðgang að og nota þjónustuna í löglegum tilgangi.
 • Aðgangur þinn að FitSuccess.is gæti rofnað af ýmsum ástæðum, t.d. vélbúnaðarbilunum, tæknilegum bilunum, hugbúnaðarvillum eða kerfisuppfærslum.
 • FitSuccess er hvenær sem er, og án fyrirvara, einhliða heimilt að loka aðgangi þínum að FitSuccess með því að senda þér tilkynningu á netfangið sem þú gafst upp við skráningu. Slík aðgangslokun er t.d. heimil, en ekki einskorðuð við, aðstæður þar sem þú verður uppvís að misnotkun eða hefur brotið í bága við ákvæði þessara skilmála.
 • Ef þú verður á einhvern hátt var/vör við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar þínar, samþykkir þú að láta FitSuccess strax vita með því að hafa samband hér.

 

Kostnaður

 • Kostnaður við þjónustu FitSuccess er í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni og ábyrgist FitSuccess að rétt gjaldskrá sé alltaf aðgengileg á vefnum FitSuccess.is

 

Áskrift & greiðslur

 • Samningar með binditíma 3 mán+ eða 6 mán+ framlengjast sjálfkrafa að binditíma loknum. Sjá nánar í kafla um uppsögn hvaða reglur gilda um uppsagnir.
 • Áskrifendur geta valið um þrjár greiðsluleiðir: boðgreiðslur sem skuldfærast af kreditkorti, greiðslur með Netgíró eða fengið senda kröfu í heimabanka.
 • Takist skuldfærsla ekki fyrir mánaðargjaldinu er hún er reynd aftur þar til greiðsla fer í gegn. Ef meira en mánuður líður frá því að greiðsla átti að fara í gegn lokast á aðganginn þinn. Ekki er opnað á aðgang fyrr enn skuldfærsla tekst.
 • Þú skuldbindur þig til að gefa upp réttar greiðsluupplýsingar og samþykkir fulla ábyrgð fyrir greiðslum.

 

Uppsögn

 • Þér er ljóst að þegar keypt er áskrift er ekki hægt að frysta aðgang eða stöðva þjálfun á meðan á áskrift stendur. Ef um veikindi eða slys er að ræða skal framvísa vottorði því til sönnunar, en FitSuccess áskilur sér rétt til að skoða hvert einstakt mál og meta út frá aðstæðum.
 • Uppsögn tekur aldrei gildi fyrr en að binditíma loknum.
 • Hægt er að segja upp samningi hvenær sem er á binditímanum og tekur uppsögn þá gildi að binditíma loknum. Eftir að binditíma lýkur er samningur uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara.

 

Höfunda- og hugverkaréttur FitSuccess

 • Allt innihald vefsvæðisins FitSuccess.is, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni, er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar.
 • Innihald FitSuccess.is er eign FitSuccess.
 • FitSuccess veitir þér leyfi til að skoða og nota FitSuccess.is í samræmi við það sem útlistað er í skilmálum þessum.
 • Með því að hefja þjálfun hjá FitSuccess skuldbindur þú þig til að stunda enga afritun eða dreifingu á efni frá okkur án skriflegs samþykkis. Með „efni frá okkur“ er átt við; æfingaplön, matarplön, upplýsingar á læstu svæði notanda, svo sem lesefni á fróðleikssíðu, uppskriftir og æfingasafn, sem og allar persónulegar ráðleggingar sem notandi fær frá FitSuccess, hvort sem það er með tölvupósti eða á læstu svæði notanda.
 • Þú mátt eingöngu sækja eða prenta afrit af upplýsingum og efni á FitSuccess.is til þinna persónulegu nota, en ekki í viðskiptalegum tilgangi.
 • Öll dreifing, endurútgáfa og/eða rafræn afritun af innihaldi FitSuccess.is, hvort heldur sem er að hluta eða heild, er með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki FitSuccess.
 • Notkun, sem brýtur í bága við lög eða samninga, getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.

 

Aðgangstakmarkanir

 • Þú samþykkir að þú munt ekki senda skrár eða gögn á vefsvæði FitSuccess sem gætu flokkast sem tölvuvírus, tölvuormur eða trjóuhestur eða skrár sem innihalda einhvers konar skaðlega eiginleika og/eða geta á einhvern hátt truflað eðlilega virkni FitSuccess.is eða þjónustunnar.
 • Þú samþykkir að þú munt ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) undirliggjandi forritskóða (e. source code) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður á FitSuccess.is.

 

Efni sem þú sendir til FitSuccess

 • Þú ert ábyrg(ur) fyrir öllu efni sem þú sendir til FitSuccess í gegnum FitSuccess.is. Þér er jafnframt ljóst að það að senda myndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar í gegnum netið er áhættusamt í eðli sínu. Við leggjum okkur fram við að vernda upplýsingarnar þínar  meðal annars með dulritun gagna, reglulegri endurskoðun verkferla og takmörkun aðgangs starfsfólks og verktaka FitSuccess líkt og fram kemur í persónuverndarstefnu okkar.
 • Þér er ekki heimilt að senda inn efni sem gæti talist móðgandi eða sært blygðunarkennd starfsfólks okkar, enda berþér að sýna háttvísi við starfsfólk okkar og virða einkalíf þess.
 • Þér er óheimilt að gera eitthvað sem veldur óeðlilega miklu álagi á þjónustu FitSuccess og tölvukerfið sem hún keyrir á, eða nokkuð annað sem truflar eðlilegt aðgengi annarra notenda að þjónustunni.

 

Takmörkun ábyrgðar

 • FitSuccess ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði FitSuccess eða notanda, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að upplýsingar séu ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni.
 • FitSuccess ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsvæði FitSuccess, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi FitSuccess, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að ekki er hæft að framkvæma aðgerðir í FitSuccess.is eða þær virka með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa.
 • FitSuccess ber ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann af hvers konar utanaðkomandi misnotkun á þeim upplýsingum sem fara milli þjónustuveitanda og notanda, svo sem ef þriðji aðili brýtur sér leið að þeim upplýsingum, hvort sem er í gegnum tölvukerfi þjónustuveitanda og/eða notanda.
 • FitSuccess ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila við notkun á þjónustunni.
 • FitSuccess ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika, t.d. bilana o.þ.h. Enn fremur ber FitSuccess ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem eru talin falla undir óviðráðanleg tilvik (e. force majeure).

 

Þjónusta FitSuccess er ekki formleg heilbrigðisþjónusta

 • Þú skilur að FitSuccess er ekki heilbrigðisþjónusta né hefur FitSuccess sérþekkingu til að greina eða meðhöndla sjúkdóma af neinu tagi.
 • Þú skilur að upplýsingarnar og ráðleggingarnar hjá FItSuccess koma ekki í stað ráðlegginga frá lækni eða annars heilbrigðismenntaðs starfsfólks eða í stað læknismeðferðar.
 • Þú skuldbindur þig til að nýta þjálfunina á eigin ábyrgð og skilur að FitSuccess tekur ekki ábyrgð á meiðslum, mistökum eða öðru því er kann að leiða til skaðabótaskyldu eða refsiskyldu.

 

Gildistími skilmála og breytingar á skilmálum

 • Skilmálar þessir eru gefnir út af FitSuccess og gilda frá 15. júlí 2018 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.
 • FitSuccess kann að breyta þessum skilmálum. Komi til breytinga verða allar breytingar við þessa skilmála aðgengilegar á vefsvæði FitSuccess.is og verða þær jafnframt tilkynntar þér í tölvupósti.

 

Ágreiningur milli aðila og FitSuccess

 • Um skilmála þessa og þjónustu FitSuccess gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli notanda og FitSuccess vegna þjónustunnar, sem ekki reynist unnt að leysa með farsælum hætti milli aðila, skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.  
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.