Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Spurt og svarað

?

Hvenær opnið þið aftur fyrir skráningar?

Við getum því miður ekki svarað því eins og er, en við tökum aftur stöðuna í febrúar

Þú getur skráð þig hér ef þú vilt að við látum þig vita

?

Er hægt að ná árangri án þess að hitta þjálfara?

JÁ ! Myndir segja meira en þúsund orð, allar árangursmyndirnar okkar eru af konum og stelpum sem hafa verið hjá okkur.

 

Við höfum lagt áherslu á það frá upphafi að gefa öllum konum sem leita til okkar jafna möguleika á árangri, óháð búsetu. Þess vegna er kerfið okkar þróað með það í huga.

 

Við leggjum línurnar og höldum utan um það sem þú gerir en erfiðið er vissulega í þínum höndum. Það er undir hverri og einni komið hversu mikið hún vil nýta okkur.

?

Hvað kostar þjálfunin?

Það hefur ávallt verið markmið okkar að geta boðið upp á vandaða einstaklingsmiðaða þjálfun á viðráðanlegu verði.
 

  •  Verð í áskrift (3 mánaða binditími) : 15.900 kr. pr mánuður
  • Verð í áskrift (6 mánaða binditími) : 13.900 kr. pr mánuður

 

Ef þú hefur ekki verið í þjálfun hjá okkur áður og veist ekki hvort þetta gæti hentað þér þá mælum við með að þú byrjir á að taka einn mánuð. Einn mánuður hentar líka þeim sem vantar aðeins spark í rassinn til að byrja og kjósa svo að gera þetta á eigin spýtur.

  •  Verð fyrir stakan mánuð: 24.900 kr
?

Er hægt að koma í einkaþjálfun til ykkar?

Við bjóðum eingöngu upp á þjálfun í gegnum netið og höfum gert frá árinu 2010. Allar reynslu- og árangurssögur á vefnum okkar eru í af konum sem hafa farið í gegnum þessa þjálfun.  Ekki er áætlað á næstunni að við munum bjóða upp á einkaþjálfun, en við teljum okkur geta veitt betri þjónustu og aðhald í gegnum þjálfunarkerfið sem við höfum lagt metnað í að þróa.

?

Hvenær þarf maður að greiða þjálfunina eftir að maður skráir sig hjá ykkur?

Það þarf að ganga frá greiðsluupplýsingum við skráningu. Aðgangur að "Mínum síðum" er ekki sendur fyrr en greiðsla eða greiðslusamningur hefur borist. 

?

Verð ég að taka myndir af mér?

Já það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá myndir frá þér með skráningunni, það er engin leið fyrir okkur að vita hvernig líkaminn á þér lítur út án þeirra. Við getum ekki gert æfinga- og matarplön án þess að fá þær og er aðgangur ekki sendur fyrr en öll gögn hafa borist til okkar. Ef þú ert í einhverjum vafa með hvernig myndatakan á að vera þá getur þú lesið nánar um hana hér
Allar myndir og öll gögn sem þú sendir til okkar fylgir 100% trúnaður. Þær myndir sem við höfum birt á síðunni okkar eru birtar með leyfi viðkomandi.

?

Hvað er aldurstakmarkið hjá ykkur?

Aldurstakmarkmið hjá okkur er 16 ára.

?

Ég er að æfa aðrar íþróttir, get ég bætt þessu við?

Það eru margar sem hafa verið í þjálfun hjá okkur sem eru t.d. að æfa handbolta, fótbolta, körfubolta, crossfit, boot camp og svo framvegis. Það sem við gerum er að bæta lyftingaræfingum inn í æfingatöfluna þína ef þú kýst það. Við gerum það þá í samræmi við þær æfingar sem þú ert að stunda nú þegar og því gott að taka það fram í umsókninni á hvaða tímum þú ert að æfa. Margar hafa einnig haft orð á því hvað lyftingarnar og bætt mataræði hefur haft góð áhrif á þær og jafnvel bætt þær í þeirri íþrótt sem þær stunda.

?

Gerið þið vegan og/eða grænmetisætu matarplön ?

Í þjálfunni leggjum við upp með að kenna þann lífstíl sem við sjálfar temjum okkur og stundum. Þar af leiðandi höfum við ekki verið að taka að okkur að gera vegan eða grænmetisætu matarplön. Engu að síður eru margar í þjálfun hjá okkur sem stunda þann lífstíl og hafa sjálfar aðlagað matarplönin í takt við hann.

?

Er hægt að fá eingöngu matarplan?

Nei því miður, við gerum ekki stök matarplön.

 

?

Gerið þið matarplön sem byggja á lágkolvetnis- eða sykurlausa kúrnum ?

Í þjálfuninni kennum við þeim sem koma í þjálfun að velja hollari kostina. Við leggjum þó ekki upp með að gera matarplön sem byggja á kúrum. 

?

Er hægt að vera í þjálfun á meðan á meðgöngu stendur?

Við mælum ekki með því að vera í þjálfun á meðan á meðgöngu stendur.
Ráðfærðu þig við ljósmóður um hvaða hreyfing sé æskileg fyrir þig miðað við hvaða hreyfingu þú stundaðir áður.

?

Ég átti nýverið barn, hvenær er ráðlagt að hreyfa sig eftir það?

Það er ágætt að miða við sirka 5-7 vikum eftir að þú áttir, en auðvitað er það mismunandi eftir einstaklingum. Ýmislegt getur haft áhrif á ástand þitt eftir barnsburð eins og t.d. erfiðleikar á meðgöngu eða við fæðingu sem og hversu dugleg þú hefur verið að hreyfa þig áður.

?

Get ég fengið æfingarplan sem ég get gert heima?

Ef þú kýst að æfa heimafyrir þá gerum við styrktaræfingarplan sem tekur mið af því. Það er því mikilvægt að taka það fram við skráningu að þú ætlir að æfa heima hjá þér. Til að tryggja fjölbreyttar æfingar viljum við að þú eigir handlóðasett, æfingateygjur og sippuband. Þessar vörur er hægt að nálgast í  öllum helstu íþróttavöruverslunum.

 

?

Getur maður skráð sig saman í þjálfun og borgað bara eitt gjald?

Það er því miður ekki hægt þar sem þetta er eingöngu einstaklingsþjálfun. Hver og ein fær aðgang að ,,mínum síðum´´ þar sem allt sem að viðkemur þjálfuninni fer fram og er sú síða sérhönnuð að þörfum hvers og eins. Öll æfingaplön eru líka persónusniðin þar sem það er mismunandi hvað hver og ein þarf að leggja áherslu á.

?

Ég bý erlendis, er hægt að skrá sig í þjálfun við þær aðstæður?

Já, það góða við FitSuccess er að viðkomandi getur verið staddur hvar sem er í heiminum.
Eina sem þú þarft er netaðgangur, tölva / snjallsími og líkamsræktarkort.
Erum með margar hjá okkur sem eru staddar í hinum ýmsum heimshornum.

?

Bjóðið þið upp á einstaklingsmiðuð æfingaplön?

Öll plön sem við gefum frá okkur eru miðuð við hvern og einn einstakling, þess vegna fáum við mælingar og myndir á 4 vikna fresti.Við leggjum mikið upp úr því að þjálfunin sé sem persónulegust.

?

Fæ ég matarplanið strax á fyrsta deginum í þjálfun?

Nei, fyrstu vikuna hjá okkur skráir þú niður matardagbók og skilar inn til okkar.
Við förum mjög ítarlega og vel yfir hana, til að þú lærir sem best af henni. Í framhaldi af því færðu matarplan til viðmiðunar og hefur val um að skila áfram inn matardagbók fyrsta tímabilið í þjálfun (fyrstu 4 vikurnar) og fá þannig stuðning við að innleiða ráðleggingarnar okkar að þínum venjum.

?

Er FitSuccess líkt því að fara í einkaþjálfun?

Þjálfun okkar er mjög frábrugðin einkaþjálfun, þú þarft sjálf að hafa agann og gera æfingarnar sem við setjum fyrir þig. FitSuccess hentar vel ef þig vantar að koma betra skipulagi á æfingarnar, fá okkar ráðleggingar í mataræði og hún gefur þér gott aðhald þar sem þú þarft að senda okkur mælingar og myndir af þér á 4 vikna fresti.  Þú þarft því að eiga málband og vigt. Með FitSuccess viljum við gera sem flestar konur sjálfstæðar í ræktinni, þú þarft að leggja þig fram í að læra á tækin og læra á mataræðið.

 

?

Er möguleiki að matarplanið sé þannig að kvöldmaturinn sé eitthvað sem hægt er að elda fyrir alla fjölskylduna?

Matarplanið er mest til viðmiðunar, fyrst heldur þú matardagbók fyrstu vikuna, þar sem við förum ítarlega yfir mataræðið þitt og þannig náum við að sjá aðeins inn í þínar venjur. Eftir vikuna færð þú svo matarplan til viðmiðunar. 

Við erum eingöngu með konur í þjálfun hjá okkur og er mikill hluti þeirra með fjölskyldu á bakvið sig. Oftar en ekki eru það konurnar sem sjá um innkaupin og mataræði heimilisins. Þess vegna er mikið af matnum á matarplönunum okkar mjög heimilislegur, en við erum ávalt með betri kostina frammi fyrir okkur. Við teljum það einstaklega mikilvægt, þar sem að þetta er lífsstíll. Við setjum matarplönin okkar upp með því markmiði að viðkomandi þurfi ekki að gera róttækar breytingar né þurfi að vera á sér mataræði. Mataræðið er eitthvað sem öll fjölskyldan ætti að geta aðlagast.

?

Skiptir máli hvenær dags maður æfir?

Það skiptir ekki höfuð máli, það sem skiptir mestu máli er að æfa þegar þér hentar.
Stundum setjum við tvær æfingar á dag og mælum þá yfirleitt með morgunbrennslu  og lyftingum seinnipart dagsins.

?

Þarf maður að eiga kort til að æfa í líkamsræktarstöð?

Það eru vissulega margar leiðir til að komast í form og það er ekki nauðsynlegt að eiga kort í ræktina til þess að ná árangri.
En við viljum þó benda á að til að nýta okkar þjónustu sem best þá er gott að hafa slíkan aðgang eða a.m.k. hafa einhverja aðstöðu heima fyrir til að framkvæma æfingar, t.d. handlóð, sippuband og fleira. Við erum með þó nokkrar í þjálfun hjá okkur sem æfa heima fyrir.

Ástæðan fyrir því að við mælum með að hafa kort í líkamsrækt er t.d. sú að þegar við útbúum lyftingaplan fyrir hvern og einn þá er gott að geta notast við vaxtarmótandi æfingar á markvissan hátt sem er betra en einhæfari form hreyfingar. Einhæfari form hreyfingar eins og t.d. hlaup, virka vel til þess að grennast og til að efla hreysti en hvað vaxtarmótun varðar þá er hún meira einskorðuð við ákveðna vöðvahópa. 

?

Eruð þið með fitness/keppnis-þjálfun?

Við hættum með fitness og keppnis undirbúnings þjálfun í nóvember 2013.

 

?

Er einhver sem kennir manni á tækin?

Nei, öllum æfingunum fylgja mjög nákvæm myndbönd sem sýna hvernig framkvæma á hverja æfingu fyrir sig.

?

Bjóðið þið upp á fitumælingu?

Nei, við bjóðum ekki upp á fitumælingu. Við sjálfar lítum á fitumælingu frekar sem viðmið fremur en eitthvað annað.Okkur finnst myndirnar segja mest um útlitslegan árangur þinn, svo ummálsmælingarnar og þar á eftir þyngdarmælingarnar.

Ef þú ákveður að fara í fitumælingu þá skiptir mjög miklu máli að fara alltaf hjá sama aðila þar sem hver og einn mælir á sinn hátt og þarf að nota fyrstu mælingu sem viðmið við hina.

?

Er nauðsynlegt að kaupa fæðubótarefni?

Það er alls ekki nauðsyn en við mælum alltaf með fæðubótarefnum í byrjun þjálfunar. Það er val hvers og eins.
Við notum fæðubótarefni einungis sem viðbót við hollt og fjölbreytt mataræði frekar en að láta þau koma í stað fæðu.

Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.