Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Samanburðarmyndir af þér

 

Ástæðan fyrir myndatökunni er fyrir okkur til að sjá þig, líkt og þú standir fyrir framan okkur. Sömuleiðis til að hægt sé að bera saman árangurinn og halda utan um þitt ferli. 

 

Með fyrstu myndunum setur þú startpunkt fyrir komandi tíma.  Oft sérð þú árangurinn ekki sjálf þar sem þú horfir í spegil á nánast hverjum degi. Þess vegna er svo gaman að sjá árangurinn svart á hvítu og fá álit frá okkur með framgang mála..

 

Það eru nokkur atriði sem þú þarft að vita áður en þú tekur myndirnar, því skaltu lesa leiðbeiningarnar vel hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar fyrir myndatöku

Hvernig myndir á ég að taka?

 • Myndirnar eiga að vera þrjár talsins, að framan, á hlið og að aftan
 • Við þurfum einungis eina hliðarmynd og skaltu snúa þér þannig að vinstri hendin snúi að linsunni
 • Við viljum að myndirnar séu teknar frá höku til táar, passaðu að hálsinn fylgi því við þurfum að sjá axlirnar á þér 
 • Ef þú kýst að hafa andlitið með er það í lagi.
 • Það kemur best út ef þú hefur tök á að hafa bakgrunninn hvítan, t.d. taka myndirnar upp við hvítan vegg.
 • Það skiptir miklu máli að myndirnar séu ekki dimmar, óskýrar eða hreyfðar.
 • Best er ef þú getur fengið einhvern til að taka myndirnar af þér til að ná mynd af öllum líkamanum.
 • Reynslan hefur sýnt okkur að það er skemmtilegast að bera saman myndirnar þegar viðkomandi er í sömu klæðunum á myndunum, því er flott að þú hafir það á bakvið eyrað.
 • Það er einnig betra ef þú ert í bikiníi eða brjóstahaldara að ofan frekar en íþróttatopp uppá að við sjáum hvernig bakið mótast.

 Líkamsmynd að framan  Líkamsmyndir á hlið  Líkamsmynd að aftan 

Hvernig sendi ég ykkur myndirnar?

 1. Eftir að þú hefur skráð þig í þjálfun færðu tengil inn á skráningarform þar sem þú sendir okkur myndirnar, ásamt því þarft þú að fylla út ítarlegri upplýsingar um sjálfa þig.
 2. Þú dregur hverja mynd fyrir sig í viðeigandi reit, eða ýtir á plúsinn í horninu til að sækja myndina.

 • Þú stillir stærð myndarinnar með stikunni fyrir neðan myndareitinn.
 • Þú stillir alltaf myndirnar af sjálf áður en þú sendir þær til okkar, þú skalt því vanda þig við verkið og passa að hafa alltaf sömu fjarlægð milli mynda svo samanburður á milli mynda sé sem áreiðanlegastur

Hvar birtast myndirnar?

Myndirnar birtast þér á samskiptasíðunni þinni undir Minn árangur, en þar safnast saman allar myndirnar þínar. Síðan þín er læst með aðgangsorði sem þú býrð til sjálf.  Þegar við erum að birta árangursmyndir á opnu síðunni okkar og/eða á samfélagsmiðlum okkar, þá er það að sjálfsögðu með afgerandi leyfi viðkomandi. Það er engin skylda eða pressa á þér að við birtum árangurinn þinn. 

 

Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.