Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

FitSuccess

Viltu æfa á morgnana en ert B manneskja?

Það er mjög mismunandi hvenær það hentar manni best að æfa. Sum okkar eru ,,A manneskjur‘‘, aðrar ,,B manneskjur‘‘ og svo enn aðrir blanda af þessum tveimur.  Þar sem dagarnir eru oft erilsamir þá gæti hentað mörgum að fara á æfingu fyrir vinnu eða skóla en það eru ekki allir morgunhanar eins og A týpurnar. Hvað gerir maður þá ?

 

Það eru ýmsir kostir sem fylgja því að æfa snemma morguns. Það getur aukið orkuna inn í daginn og dagurinn getur orðið afkastameiri. Ef þú vilt komast uppá lagið með að taka æfinguna snemma þá erum við nokkur ráð sem gætu komið sér vel í þeirri áskorun.

 

Byrjaðu á að flýta æfingartímanum smá saman

Það er ekki ráðlagt að fara frá því að æfa klukkan sex seinnipartinn í það að æfa klukkan sex að morgni til. Það sem er sniðugt að gera er að færa æfingartímann smá saman fyrr yfir daginn. Byrja þá á því að æfa klukkan fimm, því næst fjögur og færa þig síðan í æfingartíma um morguninn. Þá er hægt að byrja á því að æfa klukkan átta og þegar það er komið í rútínu verður ekkert mál að mæta jafnvel fyrr á æfingu.

 

Farðu fyrr að sofa

Svefn er gífurlega mikilvægur þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu okkar. Ef þú ætlar að byrja daginn snemma þá er gott að gera það að vana að fara fyrr að sofa. Stefndu að því að ná 7-8 klukkustunda svefni fyrir æfingu.

 

Hafðu máltíðir í kringum æfingu tilbúnar

Það kann að taka þig 10 mínútur að gera morgunmatinn tilbúinn um kvöldið, gríptu ávöxt áður en þú ferð á æfingu og fáðu þér morgunmatinn þegar þú hefur lokið æfingu.

Ef þú átt eftir að gera morgunmatinn þá getur verið að þú farir að velta fyrir þér hvað þú ættir að fá þér og síðan útbúa það en allt tekur þetta dýrmætan tíma frá þér ef þú átt eftir að hafa þig til fyrir vinnu eða skólann.

Hafðu máltíðir í kringum æfingu tilbúnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Settu þér raunhæf markmið

Það segir sig sjálft, ef þú setur þér óraunhæf markmið þá muntu ekki ná þeim og lendir í því að gefast upp. Það eru ekki allir sem hafa tök á því að æfa um morguninn og það er enginn að segja að það sé betra að æfa þá. Ráðin sem fylgja hér eru fyrir þá sem vilja og hafa tök á að mæta á morgnana, ef aðstæður þínar eru þannig að þú þurfir að fara sofa klukkan tíu og vakna klukkan fjögur til að ná morgunæfingu þá er það verkefni sem er nánast dæmt til glötunar.

 

Hafðu plan B tilbúið

Segjum sem svo að þú ætlir að taka hlaupaæfingu um morguninn en þú vaknar og það er hálka eða stormur eða að þú ætlaðir að fara í hóptíma sem var frestað, hvað gerir þú þá ? Hér er gott að hafa varaplan bak við eyrað. Ef upphaflegt plan misferst vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá er best að vera með plan B svo að þú missir ekki úr æfingu.

 

Hvetjandi tónlist

Hvernig kemur þú þér í æfingargírinn? Mjög margir hlusta á hvetjandi tónlist, auðvitað eftir smekk. Vertu búin að skipuleggja hvað þú ert að fara hlusta á svo að það komi ekki niðurdrepandi lag í upphitun sem setur þig bókstaflega alveg út af laginu.  

 

Hleyptu birtunni inn

Þetta ráð á best við um sumartímann en hér er birtan ansi lengi að koma á veturna. Ef við ætlum að bíða eftir að birtan veki okkur þá getum við gleymt morgunæfingu og munum taka hádegisæfingu í staðinn. Birtan er mjög mikilvæg fyrir okkur en hún sendir skilaboð um að nú sé tími til að fara á fætur.

Þar sem við búum ekki við þann lúxus þá er getur verið sniðugt að fá sér dagljósalampa sem aðstoðar við það

dagljósalampi

 

 

 

 

 

 

Stattu upp til að slökkva á 

Snjallsími á náttborði er ekki góð hugmynd, þá hvorki fyrir svefn né fyrir það að vakna. Mörg okkar notast við vekjaraklukkuna í símanum. Ef síminn er á náttborðinu þá eru miklar líkur á því að þú laumist í hann áður en þú ferð að sofa sem örvar heilann og minnkar líkurnar á því að þú farir snemma að sofa. Ef vekjaraklukkan liggur nálægt þér þá er of freistandi að halda áfram að kúra eftir að þú slekkur á henni. ,,Bara 5 mínútur í viðbót" Kannastu við það? Oftar en ekki endar sá tími í að verða mun lengri. Hafðu því vekjaraklukkuna og símann í fjarlægð svo að þú þurfir að standa upp til að slökkva á vekjaraklukkunni.

 

Vertu búin að ákveða æfinguna

Hér komum við aftur að skipulaginu. Vertu búin að ákveðna hvað þú ert að fara æfa, helst með það skrifað niður í símann eða á blað, með tilliti til plan B ef eitthvað skildi koma í veg fyrir það að þú náir að framkvæma það sem ákveðið var. Á sama stað og þú hefur æfinguna skrifaða niður hafðu einhverja tilvitnun sem hvetur þig áfram. Það mun gefa þér aukalega hvatningu til að skella þér á æfingu til að ná settum markmiðum.

 

Finndu þér morgunæfingarfélaga

Æfingarfélagar geta verið mjög hvetjandi og ef þið mælið ykkur mót á ákveðnum stað og tíma þá eru mun meiri líkur á að þið mætið þar sem þið viljið ekki valda hinum aðilanum vonbrigðum. 

Góður félagsskapur setur línurnar fyrir daginn og kemur þér í gott skap. 

Finndu þér æfingafélaga

 

 

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

 

Greinar

„Self-love“ ferðalagið mitt

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna og það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa m...
...

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.