Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Katrín Eva Auðunsdóttir

Við kynnum stolt til leiks nýjan starfsmann hjá FitSuccess

Hekla Skjaldardóttir hefur hafið störf // Ingibjörg Magnúsdóttir kveður

 

Við kynnum stolt til leiks nýjan starfsmann hjá FitSuccess

Hekla Skjaldardóttir hóf störf nú á haustmánuðum. Hún hefur lokið BA. prófi í mannfræði við Háskóla Íslands. Mannfræðingar láta allt sem að tengist mannveruna skipta sig máli, sama hvort það er líffræðilegt, sálfræðilegt, menningarlegt eða félagslegt. Allar þær hliðar sem við komum inná í þjálfuninni okkar

Hún verður viðskiptavinum okkar til halds og trausts í stuðning og eftirfylgni. Þú munt því fara að sjá nafnið hennar og andlit meira og meira á miðlunum okkar og við biðjum þig því að taka vel á móti henni.

Hekla FitSuccess

Hekla er forfallinn Zumba Fitness aðdáandi og elskar að lyfta lóðum og hreyfa sig. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig, en það er gaman frá því að segja að hún var sjálf í þjálfun hjá okkur með frábærum árangri. Hekla er ansi lipur í að finna jákvæðu hliðarnar á tilverunni og við erum sannfærð um að það ásamt eigin reynslu á eftir að skila sér í enn betri stuðningi við viðskiptavini FitSuccess.

Hekla fyrir og eftir FitSuccess

Eins og þú sérð hefur Hekla sjálf náð frábærum árangri, en hún léttist um rúm 20 kg á innan við ári með okkur.

 

Ingibjörg ætlar að bæta enn við sig blómum

Á sama tíma og við bjóðum Heklu velkomna kveðjum við annan starfsmann sem verið hefur með okkur síðastliðin þrjú ár en Ingibjörg Magnúsdóttir hefur látið af störfum hjá FitSuccess. Ingibjörg ætlar að bæta enn við sig blómum og er komin í nám í lýðheilsufræði við Háskóla Íslands.

Ingibjörg FitSuccess

Við óskum Ingibjörgu velfarnaðar í náminu og hlökkum til að fylgjast með því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

 

Spennandi tímar framundan

Það eru MJÖG spennandi tímar framundan hjá okkur og það munu fleiri bætast í hópinn á komandi misserum.

Við vitum að þú og aðrir viðskiptavinir FitSuccess munið taka vel á móti þeim. 

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

 

 

 

Greinar

„Self-love“ ferðalagið mitt

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna og það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa m...
...

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.