Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

1.feb 2017

Þjálfunarkerfi FitSuccess hlaut Íslensku vefverðlaunin sem besta íslenska vefkerfið

Það er mikill heiður fyrir okkur að fá tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna en tilkynnt var um þær fyrir helgi.

Þjálfunarkerfi FitSuccess var tilnefnt í flokknum vefkerfi ársins en undir þann flokk falla þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir viðskiptavini fyrirtækja þar sem innskráningar er krafist. Þjónustusvæði sem þessi bjóða gagnvirkar leiðir til að sækja þjónustu og vinna með upplýsingar.

 

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið verðlaun í þessum flokki eru Heilsuvera, Netbanki Landsbankansþjónustuvefur Símans og Meniga

 

Það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem standa að Íslensku vefverðlaununum en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins. 

Verðlaunaafhendingin fór fram í Hörpu þann 27. janúar, sjá allar tilnefningarnar

 

 

Þjálfunarkerfi FitSuccess

Leiðarljós við hönnun þjálfunarkerfisins er einfaldleiki og öryggi.  Það samanstendur af heimasvæði þeirra sem eru í þjálfun og stjórnborði þjálfara. 

 

 • Ytri síðu þar sem fram koma upplýsingar um hvers konar þjónustu FitSuccess bíður uppá, áskriftarleiðir, skráningu ofl. (FitSuccess.is)
 • Mínar síður fyrir viðskiptavini (heimasvæði), þar sem notandi hefur aðgang að þjálfara, fróðleik, matarsafni, getur sent inn gögn sem og nálgast öll sín gögn (my.fitsuccess.is)
 • Síða fyrir þjálfara, þar sem þjálfarar okkar hafa aðgang að öllum okkar kúnnum, geta farið yfir árangurssögu þeirra, matardagbækur, sent plön, haft samskipti og haldið utan um allar upplýsingar kúnnans.  (coach.fitsuccess.is)


.

Markmiðið með þjónustu okkar er að gera styrktaræfingar og hollt mataræði að skemmtilegum og raunhæfum lífsstíl hjá konum en ekki kvöð. Það sem við höfum komist að sem þjálfarar síðastliðin ár er að það er verið að gera einfaldan hlut óþarflega flókinn. Stefna okkar er að snúa þessu aftur við með einfaldri framsetningu efnis, skýrum svörum, eftirfylgni og leiðbeiningum byggðum á traustum grunni.  

 

Fólkið á bakvið tjöldin 

Þegar lagt var af stað í verkefnið var lögð rík áhersla á að mynda öflugan hóp af fólki sem hefur verið framarlega á sínu sviði og hefur metnað, áhuga og trú á verkefninu. Við erum virkilega þakklátar öllu því hæfileikaríka fólki sem hefur tekið þátt í ferlinu með okkur og spenntar að halda áfram á sömu braut. 

 

 • Hugmyndasmiður og verkefnastjórnun
  Katrín Eva Auðunsdóttir, eigandi FitSuccess

 

 

 

 • Vefun, Forritun og Hýsing
  Sendiráðið vefstofa

 • Efnisvinnsla á fróðleik, greinum og uppskriftum
  Ingibjörg Magnúsdóttir
  Alexandra Sif Nikulásdóttir
  Katrin Eva Auðunsdóttir

 

 

 • Matreiðsla og framsetning á uppskriftum í matarsafni
  Sigurður Gíslasson, matreiðslumeistari og eigandi GOTT

 • Markaðsráðgjöf
  Þóranna Jónsdóttir, mam.is

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

 

Greinar

„Self-love“ ferðalagið mitt

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna og það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa m...
...

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.