Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Settu þér markmið til að ná árangri

Það að setja sér markmið getur verið mikil hvatning og það er fátt betra en tilfinningin að ná sínum markmiðum. 

Fyrsta skrefið í átt að árangri er að byrja en til þess að koma sér af stað mælum við með að þú setjir þér markmið, þannig þú hafir eitthvað til að stefna að og hvetja þig áfram. Í markmiðasetningu er mikilvægt að fara ekki fram úr sér og setja sér raunhæf og framkvæmanleg markmið, markmið sem þú getur náð. 

Allar þær sem að koma í þjálfun hjá okkur setja sér markmið og við ítrekum alltaf líkt og við sögðum hér að ofan að þau séu raunhæf. Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar. 

 

 

Það er vissulega hægt að ná árangri með kúrum og öfgum en oftar en ekki er ávinningurinn af slíku einungis skammvinnur. Þú getur líka spurt sjálfan þig hvort að þetta sé eitthvað sem að þú sért að fara gera til frambúðar? 

Það er hægt að missa fjöldann allan af kílóum á einum mánuði með öfgum í mataræði og hreyfingu. En þegar þú ferð að borða og hreyfa þig eðlilega aftur verður árangurinn fljótur að ganga til baka. Því í tilfellum þar sem líkaminn er t.d. vaninn á lágan hitaeiningafjölda þá fær hann sjokk þegar það er aukið við hitaeiningarnar á ný og heldur ,,auka" hitaeiningunum eftir sem forða í formi fitu.

 

 

Langtímamarkmið eru markmið sem hægt er að ná á lengri tíma eins og nafnið gefur til kynna t.d. á hálfu ári.

Svo er hægt að búta það markmið niður, setja niður minni markmið þ.a.s.  skammtímamarkmið til þess að hvetja þig áfram í átt að langtímamarkmiðinu.

Af hverju að setja sér markmið?

Líkt og við töluðum um hér að ofan þá geta markmið gefið þér eitthvað til að stefna að og verið mikil hvatning til þess að halda þér við efnið. Best er að skipta markmiðunum í tvennt, skammtíma- og langtímamarkmið. Við viljum minna á hversu mikilvægt það er að setja sér þessi markmið fyrir þig og engan annan.

 

Nokkrir gagnlegir punktar sem geta aðstoðað þig við að ná þínum markmiðum þegar kemur að líkamlegu formi og heilsusamlegu mataræði: 

Jákvætt hugarfar

Það er mikilvægt að tileinka sér jákvætt hugarfar því það er hægt að ná ansi langt á hugarfarinu einu.

 

Skipulag

Allt er hægt ef að viljinn er fyrir hendi og með skipulagi er hægt að hagræða hlutunum þannig að þeir gangi upp samhliða annasömu lífi. Margir eru með börn og heimili til þess að sjá um, en þá getur verið gott að skipuleggja hverja viku fyrir sig. Til að mynda getur verið gott að ákveða hvenær og hvernig þú ætlar að æfa og jafnvel skipuleggja kvöldmatinn í hverri viku. Þetta eru litlir hlutir sem geta gert svo mikið. 

 

Taktu einn dag í einu

Flestum langar að sigra heiminn á einni nóttu en það eru mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að koma rútínunni aftur í gang. Ef að þú gefur allt í botn ertu líklegri til þess að gefast upp á miðri leið. Það getur því  verið gott fyrir þig að byrja á að: 

  • Setja þér markmið tengt hreyfingunni sem þig langar að stunda.
  • Festu niður nokkra daga sem þú stefnir að því að mæta fyrstu vikuna svo getur þú hægt og rólega aukið við.
  • Í mataræðinu er einnig mikilvægt að fara hinn gullna milliveg, fara rólega af stað og velja heilsusamlegri kosti. Ekki ætla þér of mikið í einu.

 

Ekki gefast upp ef þú ferð útaf sporinu

Það að ná árangri með líkamlegt form er ansi krefjandi ferðalag og líklegt að það komi upp bakslag á miðri leið. Í stað þess að gefast upp ef til þess kemur þá er betra að halda áfram daginn eftir eða þangað til að þú kemst aftur á beinu brautina, því það hefst að lokum.

 

Ekki gleyma hvar þú byrjaðir

Það er oft þannig að maður er sinn versti gagnrýnandi. Þó svo að það komi tími sem að árangurinn er enginn eða minni en áður þá má ekki gleyma hvar þú byrjaðir. Það er heildarárangurinn sem skiptir máli.

 

Til gamans má geta að hér má finna mikið magn af árangursmyndum og árangursögum af stelpum og konum sem hafa verið í þjálfun hjá okkur sem hafa sett sér markmið og náð þeim og leyft okkur að deila sínum árangri sem hvatningu fyrir aðra.

Hvaða markmið ert þú búin að setja þér?

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

Greinar

„Self-love“ ferðalagið mitt

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna og það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa m...
...

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.