Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Ale Sif

„Self-love“ ferðalagið mitt

Myndirnar í bikiníinu hér fyrir neðan eru teknar fyrir níu árum þegar ég byrjaði í þjálfun hjá FitSuccess. Það var þá sem ég byrjaði að lyfta lóðum og hóf þannig mitt ,,self-love” ferðalag. 

 

 

Sjá nánar á Instagram 

 

Það sem mér finnst svo magnað er það að stærsta breytingin á milli myndanna er ekki útlitið, heldur hugarfarið og hvernig ég hugsa um mig og til mín.  

 

Þegar ég ákvað að skrá mig í þjálfun á sínum tíma æfði ég reglulega en fór einungis á brennslutækin, borðaði óreglulega og var með mjög lítið sjálfstraust. Ég leitaði ekki í þjálfun til þess að léttast eða verða flottari heldur af því að mig langaði til þess að byggja mig upp, styrkjast og tileinka mér heilsusamlegan lífsstíl. Það hef ég náð og gera og svo miklu meira en það. Til gamans má meira segja geta að ég er um 10 kg þyngri á seinni myndinni og hef aldrei verið á jafn góðum stað líkamlega og andlega. 

 

Sterkari líkami og sterkari sál

Mér finnst það að mæta í ræktina og vilja hugsa vel um sjálfan sig stundum frá neikvæða gagnrýni og þess vegna langaði mig til þess að deila með ykkur broti af því hvað það hefur gert fyrir mig;

 

 • Það að hreyfa mig og lyfta lóðum hefur gert mig sterkari líkamlega og andlega
 • Það kenndi mér að elska sjálfa mig
 • Með því að styrkjast fann ég fyrir miklu meira sjálfstrausti
 • Það gerði mig sjálfstæðari. Ég get td. haldið ein á öllum innkaupapokunum mínum og flutt búslóðina mína ein upp á þriðju hæð.
 • Ég bætti líkamsstöðuna mína
 • Ég lærði að skipuleggja dagana mína betur
 • Ég lærði að setja mér raunhæf markmið
 • Hjálpað mér andlega á krefjandi tímum eins og t.d. þegar ég fór á erfiðan lyfjakúr
 • Kenndi mér að hugsa betur um sjálfa mig á allan hátt
 • Hjálpaði mér við að temja mér heilusamlegan lífsstíl
 • Hjálpar mér að halda líkamanum mínum góðum eftir bílslys

 

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna. Það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar, heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa mig og það gefur mér svo ótrúlega mikið.

 

Og ég geri það líka fyrir útlitið því mér finnst ég líta miklu betur út heilbrigðari og með meira sjálfstraust.

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

Greinar

„Self-love“ ferðalagið mitt

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna og það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa m...
...

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.