Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

FitSuccess

Fimm einfaldar morgunvenjur sem geta stuðlað að jákvæðu hugarfari

Okkur dreymir flestum um að vakna við fuglasöng og sjá sólargeislana lauma sér inn um gluggann, en staðreyndin er sú að við búum á Íslandi og getum ekki beinlínis treyst á að blessuð sólin vekji okkur eða að hinn ljúfi fuglasöngur ómi yfir veturinn. Það er því gott að innleiða nokkrar einfaldar og raunhæfar morgunvenjur til að gera daginn enn betri.


Ekki sleppa morgunmatnum

Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Með honum leggjum við grunninn að góðum degi, en það er gott að hugsa morgunmationn sem bensínið þitt inn í daginn en þú kemst ekki langt ef þú ert bensínlaus. Þó það sé sami morgunmaturinn alla morgna vikunnar hjá þér, þá er það mun betra en að sleppa honum. Öll höfum við ekki mikinn tíma á morgnanna áður en við höldum út, svo að morgunmaturinn ætti helst að vera partur af rútínu sem gerist hálf sjálfkrafa. Hann þarf ekki að vera flókinn eða tímafrekur í undirbúning, morgunkorn og mjólk gerir sitt gagn.

 

Skoðaðu Instagram en ekki Facebook

Við eigum það til að teygja okkur í símann þegar vekjaraklukkan hringir, enda flest okkar með vekjaraklukkuna í símanum. Við slökkvum á hringingunni og skoðum um leið hvað er að frétta á samfélagsmiðlunum. Það gerast margir sekir um þetta, en það þarf alls ekki að vera neikvætt. Það sem við ráðleggjum þér þó að gera er að skoða Snapchat eða Instagram í staðinn fyrir Facebook. Ástæðan fyrir því er sú að það eru mun meiri líkur á að sjá eitthvað jákvætt og hvetjandi hjá þeim sem þú fylgir á Snapchat og Instagram, á meðan að Facebook er oft notað sem áróðurstæki, fyrir auglýsingar og neikvæðar fréttir. Þetta er eitt það fyrsta sem þú sérð þegar þú byrjar daginn og vilt að sjálfsögðu að það sé hvetjandi og jákvætt svo að þú farir með því hugarfari út í daginn.

 

Fylltu á vatnsflöskuna

Keyptu þér eigulega vatnsflösku og hafðu hana þér við hlið yfir daginn. Þegar þú ert með flöskuna fyrir framan þig í vinnunni eða skólanum þá manstu eftir því að drekka. Við þurfum að drekka meira en tvo lítra á dag og ein góð regla er að drekka vel af vatni eftir að þú borðar og þegar þú æfir. Einnig er gott að hafa vatnsflöskuna á náttborðinu þegar þú ferð að sofa og fá þér vatn að drekka þegar þú vaknar, það kemur meltingunni af stað og hressir þig við.


Vertu sveigjanleg þegar kemur að æfingum

Gott skipulag í kringum æfingar er nauðsynlegt þegar þú setur þér ákveðin markmið. Lífið er samt oft óútreiknanlegt og það er svo margt sem að getur sett skipulagið úr skorðum. Ekki örvænta þegar það gerist, endurskipulagðu þig í kringum það og haltu þínu striki.

 

Dreifðu jákvæðninni ;)

Við erum alls ekki að fara að segja þér að senda jákvæð skilaboð á alla sem þér þykir vænt um á hverjum degi, en það þarf oft lítið til ef þig langar að kæta einhvern. Þú getur til dæmis gefið þér tíma til að hlusta, hvetja áfram þá sem eru í kringum þig eða hrósa einhverjum. Jákvæðni smitar svo sannarlega útfrá sér og jákvæðnin sem þú gefur frá þér kemur oft tífalt til baka. Þér líður betur og fólkinu í kringum þig líður betur, þannig að allir vinna :)

 

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

 

Greinar

„Self-love“ ferðalagið mitt

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna og það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa m...
...

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.