Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hér útskýrum við afhverju...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra.

Við leyfum okkur að vera stórorða í staðhæfingum sem þessum þar sem við þekkjum þetta sjálfar af eigin raun og upplifum það í gegnum þjálfunina hjá okkur.

Æfa bekkpressu

 

Við eyðum miklum tíma í þjálfuninni við það að leiðbeina konum að ná sínum markmiðum. Markmiðin eru mismunandi, sumar vilja léttast  aðrar vilja styrkjast og enn aðrar vilja þetta tvennt. Þó svo að markmiðin beinist að líkamlegu formi þeirra, þá er mun meira að baki þess að þær leita til okkar og við einblínum ekki á það eitt að aðstoða þær að ná því formi sem þær sækjast eftir. Ferlið sem að fylgir því að innleiða styrktaræfingar og hollan lífstíl snýst jafn mikið um andlega líðan sem og líkamlegt hreysti.  Þess vegna leggjum við jafn mikla áherslu á að efla sjálfstraust þeirra sem leita til okkar samhliða því að innleiða þætti sem munu auka vellíðan, hreysti og færa þær nær sínum markmiðum.

Af hverju ættu allar konur að lyfta ?

Það eflir sjálfstraust þitt

Hver man ekki eftir því að ganga inn í ræktina í fyrsta skiptið? Hafa áhyggjur af því að allir séu að horfa á þig því þú varst viss um að það stæði á enninu þínu ,,kann ekkert á þetta og veit ekkert hvað ég er að gera hérna‘‘ ?

Við höfum allar verið á þessum stað og veistu hvað, þetta er hluti af fyrsta og erfiðasta skrefinu að byrja og allir ganga í gegnum það. Hér skiptir máli að halda áfram að mæta, fá leiðbeiningar og vera þolinmóður.  Í hvert skiptið sem þú mætir þá minnkar þessi tilfinning um að þú sért ekki á réttum stað og sjálfstraustið eykst. Fyrr um varir munt þú ganga inn í ræktina eins og þú eigir hana, ganga beint til verksins og taka vel á því. Árangurinn mun síðan fara að sjást á þér og þú færð hrós frá vinum, vandamönnum og þess vegna ókunnugum sem mun auka enn frekar sjálftraust þitt.

 

Þú getur borðar meira

Hver elskar ekki að borða ? Þegar þú lyftir þá þarftu að borða almennilegt eldsneyti til að ná þeim árangri sem þú sækist eftir og veistu hvað, kolvetni, þau sem þú ert svo oft að forðast eru hluti af þeirri næringu. Ef þú ert að lyfta þá þarftu að borða, svo einfalt er það.

 

Mótaðu línurnar

Þegar þú lyftir þá styrkir þú líkama þar á meðal vöðvana, sem breyta löguninni á líkama þínum og það hvernig þú passar í fötin þín. Það er því mikilvægt að lyfta markvisst eftir æfingarplani sem er sniðið að þínum markmiðum. Þú færð nefnilega ekki kúlurass með því að hanga á brennslutækjunum, eða mótaðar axlir, nei þú færð það ef þú lyftir.


 

Brenndu fleiri hitaeiningum

Eitt það besta við það að lyfta er eftirbruninn. Þegar þú tekur hefðbundna brennslu þá brennir þú fitu en byggir ekki upp vöðva. Sem þýðir að þegar þú stígur af hlaupabrettinu þá lýkur brennslunni . Þegar þú lyftir þá heldur líkaminn áfram að brenna allan daginn og nóttina, við vitum ekki um þig en okkur finnst ansi gott að geta sofið og verið að brenna á sama tíma.  Því meiri vöðvamassa sem þú hefur, því fleiri hitaeiningum brennir þú, það er svo einfalt.

 

Sterkari bein

Við konur erum því miður í meiri hættu vegna beinþynningar en karlar. Með því að lyfta þá minnkar þú líkurnar á beinþynningu þar sem að beinin styrkjast við það að stunda lyftingar.  Þegar við tölum um að lyfta þá viljum við að þú takir vel á því. Við tökum því ekki gildu ef þú velur léttustu lóðin og tekur margar endurtekningar. Taktu eins þungt og þú ræður við og þá eru við að tala saman.  Þú þarft nefnilega að taka á því ef þú ætlar að styrkja þig, byggja upp vöðvamassa og auka beinþéttni, þetta mun hjálpa þér í dag og seinna í lífinu.

 

Gerðu það fyrir þig og engan annan

Að lyfta lóðum er eflandi, það eykur ekki bara sjálfstraust þitt, heilsu og vellíðan. Heldur eflir það þig sem persónu í öðrum hversdagslegum hlutum. Hvort sem það er að sleppa því að fá aðstoð frá öðrum við að lyfta einhverju upp eða að ná að taka fjóra Bónuspoka í einni ferð úr bílnum og upp í íbúð.  Þú veist hvað við eigum við þegar þú upplifir það. 

Það er mikilvægt að kunna að standa með sjálfum sér, en það er eitthvað sem okkur fannst aukast með tímanum eftir að við byrjuðum að lyfta og við viljum að þú fáir að upplifa það sama.

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

Greinar

„Self-love“ ferðalagið mitt

Það að vinna í árangri með líkamlegt form er ótrúlega mikil sjálfsvinna og það er ekki einungis þörf á að mæta á æfingar heldur þarf að vinna í andlegu hliðinni líka. Ég mæti á æfingar, hreyfi mig, borða hollan mat og hugsa vel um sjálfa mig af því mér þykir vænt um sjálfa m...
...

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.