Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Aftur í rútínu eftir hátíðirnar

Það er komið nýtt ár og nýir spennandi tímar framundan. Það er því upplagt að koma sér aftur af stað í góða rútínu, með jafnvægi á hollu matarræði og reglulegri hreyfingu fyrir bætta heilsu.

 

Það er gott að hafa í huga að ætla sér ekki að sigra heiminn á fyrstu vikum ársins. Þó svo að það sé ávallt gott að áhugi sé til staðar til að vinna að settum markmiðum, þá þarf að huga að því að vinna markvisst að þeim og setja sér raunhæf langtíma og skammtímamarkmið.

Fyrsta skrefið er að byrja og koma sér í gírinn, mundu þó að það eru margir í sömu hugleiðingum og þú á þessum tíma og líkamsræktarstöðvar landsins eru fullar af fólki. Fyrir byrjendur þá getur þetta verið ansi ógnvekjandi reynsla að stíga sín fyrstu skref í ræktinni í janúarmánuði en það er það svo sannarlega líka fyrir þá sem eru þaulvanir, þetta er því allra helst spurning um að hafa jákvætt hugafar, ekki pirra sig á því að það sé mikið að fólki eða að vélin sem þú ætlaðir að nota næst sé upptekin, því hér eru allir komnir til þess að vinna að sínum markmiðum.

 

Það er gott að hafa eftirfarandi skref í huga til að koma sér aftur af stað eftir hátíðarnar

 

Þetta snýst um jafnvægi

Margir tala um að hafa verið að leyfa sér of mikið um jólin og áramótin. Það er mikilvægt að temja sér það að hugsa ekki um hátíðarmatinn á þennan hátt. Með því að ,,leyfa‘‘ sér þá er átt við að gera vel við sjálfan sig, sem þýðir að þegar þú borðar hollari mat þá ertu ekki að leyfa þér og nýtur þar af leiðandi ekki matarins.

Hugarfar og það hvaða orð við veljum til að lýsa venjum okkar og rútínu er mikilvægur þáttur í mótun lífstílsins sem við lifum. Þú þarft ekki að leyfa þér um jólin og áramótin, heldur njóta hefða í matargerð og þannig er bara lífið.

Það á því ekki að hindra þig að byrja aftur á rútínunni þó svo að þú hafir fengið þér hefðbundin hátíðarmat yfir hátíðarnar og þú þarft svo sannarlega ekki að sprengja þig á brennslutækjunum til að bæta úr því að hafa borðað góðan mat. Þetta snýst um jafnvægi.

 

Drekktu nóg vatn

Við erum ein heppnasta þjóð jarðarinnar hvað varðar hreint og gott vatn. Verum því dugleg að drekka nóg af því. Vatnið er undirstaða líkama okkar og án þess værum við ekki starfhæf.

 

Ekki svelta þig

Margir halda að það sé samasemmerki við að borða lítið og léttast. Það er alrangt en um leið og við gefum líkamanum okkar ekki næringu stillir hann sig í varnarstöðu og rígheldur í alla orku sem hann mögulega getur en orkan sem líkaminn sækir einna helst í er að finna í fitu líkamans.

Vertu því dugleg að borða reglulega yfir daginn til að koma í veg fyrir að koma líkamanum í þannig stöðu. Hugarfarið sem snýr að því að þú ætlir að borða minna núna þar sem þú borðaðir svo mikið yfir hátíðirnar skilar þér því ekki varanlegum árangri. Reglulegar hollar máltíðir yfir daginn ásamt reglulegri hreyfingu eru lykillinn af góðri heilsu og formi.

 

 

Hátíðirnar eru til að hafa gaman af, vera með vinum og vandamönnum og vera þakklátur fyrir það að vera til. Flækjum ekki málið, gætum hófs þar sem það líður engum vel að borða sig fullsaddan og standa á blístri. Drekkum hreina og góða vatnið okkar og síðast en ekki síst hreyfum okkur því líkaminn okkar er ekki byggður til að gera ekki neitt.

 

 

 instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

Greinar

Allar konur ættu að lyfta lóðum! Hé...

Lyftingar snúast um mun meira en það að byggja upp vöðva. Þetta snýst ekki bara um það að líta vel út í spegli, þó svo að með því að stunda lyftingar geta línurnar notið sín betur. Með því að lyfta lóðum getur þú umbreytt þér innan frá og út og breytt hlutunum til hins betra...
...

Aftur í rútínu eftir hátíðirnar

Það er komið nýtt ár og nýir spennandi tímar framundan. Það er því upplagt að koma sér aftur af stað í góða rútínu, með jafnvægi á hollu matarræði og reglulegri hreyfingu fyrir bætta heilsu. Það er gott að hafa í huga að ætla sér ekki að sigra heiminn á fyrstu vikum ársins.
...

Settu þér markmið til að ná árangri

Með því að setja þér raunhæf markmið og ná þeim án öfga eru meiri líkur á að árangurinn sem þú nærð sé langvarandi og þú náir að temja þér heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.