Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Sara Ragnheiður
21 árs, Hjúkrunarfræðinemi, Reykjavík
Það sem þær kenndu mér er að heilbrigður lífstíll er ekki leiðinlegur og þurr
Ég veit ekki hvar ég á að byrja að tala um þetta yndislega fólk.
Skipulagið og uppsetningin er ótrúlega þægileg og algjörlega idiot proof. Sem þjálfarar eru þær svo hvetjandi og manni líður eins og þeim sé jafn annt um árangurinn og manni sjálfum. Í hverjum mánuði fékk ég nýtt og skemmtilegt prógramm og það alltaf á réttum tíma. Ef ég hafði einhverjar ábendingar eða breytingar þá var það minnsta mál í heimi að hanna prógrammið að mínum þörfum, eins lengi og það sinnti sínum tilgangi. Það sama má segja um matarplönin sem voru alltaf girnileg. Svörin komu nánast alltaf samdægurs og voru alltaf vel skrifuð og einlæg. Ef ég efaðist um mig eða minn árangur voru þær ekki lengi að kippa mér aftur á rétta braut. Ég vill meina að þú gætir ekki beðið um meira í fjarþjálfun en þetta sem þær bjóða uppá.
Það sem þær kenndu mér er að heilbrigður lífstíll er ekki leiðinlegur og þurr. Að fara á æfingar oft í viku verður skemmtilegra með tímanum, sérstaklega þegar árangurinn leynir sér ekki. Heilbrigður lífstíll breytir ekki bara líkamlegu ástandi heldur líka andlegu ástandi, og ekki má gleyma því að svefninn batnar til muna.
Þessar stelpur eru fjarþálfarar á heimsmælikvarða. En myndir segja 1000 orð, skoðið árangursmyndirnar hjá þeim. Það fer ekki á milli mála að hér eru á ferð afturenda-snillingar sem hafa komið af stað skrokkabyltingu.
Árangur úr þjálfun
Ég stundaði líkamsrækt áður en ég byrjaði í fjarþjálfun en það var aldrei markvisst og frekar ófjölbreytt.
Eftir að ég byrjaði í þjálfun og byrjaði að lyfta varð einhver breyting í mér. Skyndilega fannst mér nánast ekkert skemmtilegra en að lyfta þungt. Ég lærði að setja mér markmið og ná þeim. Lóðin þyngdust og þyngdust og ég sá hvernig líkaminn minn mótaðist og styrktist allur.
Þegar við ákveðum að taka okkur á, hvort sem það er að grennast eða byggja okkur upp. Má alls ekki gleyma að við erum ekki bara að breyta líkamanum okkar heldur líka að bæta heilsuna okkur. Heilsan og styrkurinn er það sem við höfum með okkur alla æfi meðan líkaminn okkar breytist með hverju árinu. Ég veit allavega að þegar ég verð gömul kona og fer í beinþynningar skoðun og læknirinn segir að beinin mín eru stálhraust þá verður það FitSuccess að þakka.
Ég er að eilífu þakklát FitSuccess fyrir að þær hafa gert fyrir mig.