Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Íris Einars
Nemi í Tónlistarskóla
Það sem mér finnst algjörlega til fyrirmyndar hjá þeim er hve vel allt er skipulagt
Það sem mér finnst algjörlega til fyrirmyndar hja þeim er hversu allt er skipulagt og fær maður allar upplýsingar sem maður þarf að vita hjá þeim á einni síðu! Ef maður hafði einhverjar spurningar þá voru þær ekki lengi að svara, ef ekki innan við hálftíma sem maður fékk svar við spurningum.
Þjálfunin er rosa vel uppbyggt og fær maður að sjá hvaða vöðvahóp maður er að lyfta.. þá meina ég ekki bara td. bara axlir.. þú færð að sjá hvað styrkir hvað og getur því einbeitt þér betur á vöðvanum.. ég man þegar ég byrjaði að lyfta fyrst þá var ég kannski búin með eina æfingu og ég var ennþá að pæla hvar ég ætti að finna brunann! Finnst rosa mikilvægt að fá svona nákvæmni! Prógrömmin eru alltaf fjölbreytt og skemmtileg, skipulögð og eftir þörfum!
Þær eru duglegar að gefa manni spark í rassinn ef eitthvað er að angra mann og hvetja mann rosalega áfram.
Matarplönin eru raunhæf og ég hélt aldrei að það væri hægt að ná árangri án þess að vera að borða eftir ströngum matseðli! Hjá þeim skiptir miklu máli að borða rétt og hef ég aldrei fengið matseðil sem sýndi öfgar!
Það sem ég lærði mest er á matarræðið.. Það skiptir alveg 70-80%. Ef þú breytir því ekki, þá gerist lítið, svo einfalt er það! Einnig lærði ég helling af nýjum æfingum og tækni og þá einna helst hvað er gott fyrir hvaða vöðvahóp. Þær taka tillit til meiðsla, veikindum og finna þær alltaf eitthvað annað í staðinn sem myndi ekki hætta á það að gera verra. Ég er sjálf með slæmt bak og gömul hnémeiðsli. Og ég hef ekki fundið fyrir þeim í þá mánuði sem ég hef verið hjá þeim í þjálfun. :)
Þessir þjálfarar vita nákvæmlega hvað þær eru að gera, eru skipulagðar, með sanngjarn verð, duglegar að svara öllu, þolinmóðar og hvetjandi.
Ég myndi gefa þeim 10 af 10 möguleikum.
Mæli svo sannarlega með þeim ef þú átt í erfiðleikum með matarræðið og æfingar og vantar smá spark í rassinn!
Svo er hægt að skoða árangursalbúmið þeirra og það lýgur engu! :)
Árangur úr þjálfun
Þegar ég byrjaði hjá þeim var ég nýbúin að keppa í módelfitness sem var rosa gaman. Ég að vísu grenntist of hratt á stuttum tíma og eftir það átti ég rosalega erfitt með að fylgja matseðli. Ég bætti snöggt aftur á mig og hef núna verið að ná mér smátt og smátt niður aftur og hef ég komist að því að maður nær ekki langvarandi árangri ef maður grennist alltof fljótt! Matarræðið hentaði mér ekki en svo byrjaði ég á matarplani hjá þeim og það hentar mér svo miklu betur. Ég man þegar ég leit fyrst á matarplanið hvað ég var hissa að ég mætti borða svona mikið! Ég er ennþá að og ekki ennþá komin í draumaformið en þetta er allt að koma! :)