Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Sigrún Dís
20 ára, nemi í Norwegian University of Science and Technology í Noregi
Komst að því að það að koma sér í form og borða hollan og góðan mat er alls ekki kvöl og pína eins og margir halda
Ég skráði mig hjá FitSuccess með það markmið að koma lífstílnum mínum í betra horf, að regluleg hreyfing og gott mataræði yrði partur af minni daglegu rútínu.
Þegar ég hóf þjálfunina hjá þeim komst ég að því að það að koma sér í form og borða hollan og góðan mat er alls ekki kvöl og pína eins og margir halda. Að vinna í sjálfri mér með þeim var actually ótrúlega SKEMMTILEGT. Markmiðin sem þær hjálpa manni að setja sér eru raunhæf, bæði langtíma markmið og markmið yfir styttri tíma, sem er mjög mikilvægt því það að sigra markmið sín heldur manni á tánum, sérstaklega til að byrja með.
Æfingaprógrömmin eru krefjandi og góð. Markmiðin í mataræðinu einnig, ég lærði í fyrsta sinn hvernig er best að borða yfir daginn í smáatriðum. Stilla stærð máltíða, fjölbreytileika þeirra, fjölda máltíða yfir daginn og lengd tíma á milli þeirra. Einnig komst ég að því að það að borða rétt yfir daginn og að hreyfa sig er hefur svo miklu meiri kosti en bara að líta vel út. Ég varð svo miklu orkumeiri, gæti ekki hugsað mér að leggja mig á daginn og þreyta og streita gjörsamlega hvarf.
Ég hef aldrei komið mér í form sem ég er sátt við á svona stuttum tíma. Ef þig langar að breyta mataræðinu og koma hreyfingu inn í þitt daglega líf í eitt skipti fyrir öll mæli ég með því að skrá þig í þjálfun hjá Betri árangri, enda kunna þjálfararnir hjá þeim algjörlega sitt fag, eru skemmtilegir, auðveldir í samskiptum og metnaðarfullir!
Árangur úr þjálfun
Ég setti mér markmið að hreyfing og ásættanlegt mataræði væri orðið eðlilegur hlutur í minni daglegu rútínu innan við þriggja mánaða. Það tókst sko sannalega og betur en það.