Árangurssögur
Í enn betra form
Þessi kona leitaði til okkar fyrir sjö mánuðum eftir að dóttir hennar og vinkona...Í enn betra form
Þessi kona leitaði til okkar fyrir sjö mánuðum eftir að dóttir hennar og vinkona...Reynslusögur
Vegna vinnu minnar þá hentar FitSuccess mér vel. Ég get æft hvar sem er og hvenær sem er
Þær svara fljótt og örugglega öllum póstum og mjög hvetjandi og hjálpa mér þegar á móti blæs. Alltaf. Ég fæ ný æfingarplön á 4ja vikna fresti og held út matardagbók sem ég skila vikulega. Æfingarnar eru fjölbreyttar og sniðnar að mínum óskum og þörfum. Myndböndin sem fylgja öllum æfingunum hjálpa mér að gera æfingarnar rétt. Ráðgjöf þeirra með mataræðið er frábær hjá þeim. Góðar ábendingar hvað er gott fyrir mig og hvað ekki.
Regluleg líkamsrækt og hollt mataræði hafa hjálpað henni mikið í baráttu sinni við PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni
Sigga Beta greindist árið 2011 með PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome) eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og hefur regluleg líkamsrækt og hollt mataræði hjálpað henni mikið. Í þjálfuninni náði ég að komast í gott form og í kjörþynd, eitthvað sem mig hefði aldrei grunað að ég gæti gert.
Ef aðrir geta gert þetta, þá getið þið það líka
„Þó svo að ég hafi áður verið léttari og kannski „grennri” en ég er núna, þá hefur mér aldrei liðið eins vel og verið jafn sátt með sjálfa mig eins og ég er í dag.
Hundruðir hollra uppskrifta
Fjölbreytt mataræði er lykillinn af góðri heilsu. Þær sem að skrá sig í þjálfun hjá okkur fá matarplan til viðmiðunar og hafa möguleikann á að skila inn vikulegri matardagbók fyrstu fjórar vikurnar. Ásamt því fá þær einnig aðgang að matarsafni FitSuccess, en þar er að finna fjölbreytt úrval af máltíðum við öll tækifæri. Hvort sem það er morgunmatur, millimál, hádegismatur, máltíðir fyrir og eftir æfingar, kvöldmatur og/eða kvöldsnarl. Við leggjum áherslu á fjölbreytt og fjölskylduvænt matarræði og er því eitthvað fyrir alla í matarsafni okkar.
Með þér hvar sem er
Aðal kostir þjálfunarkerfis FitSuccess er að við erum með þér hvar sem er og hvenær sem er í gegnum samskiptasíðu okkar. Ef þig vantar ráðleggingar, hugmyndir af máltíðum eða fróðleik þá erum við þér innan handar hvort sem það er úr tölvunni heima, símanum eða spjaldatölvunni.
Sérvaldar æfingar fyrir þig
Öll æfingarplön eru sérsniðin að þörfum og markmiðum hvers og eins. Tekið er tillit til heilsufars, fyrri reynslu og síðan unnið á markvissan hátt að settum markmiðum. Ásamt öllum æfingarplönun fylgja ítarleg myndbönd sem lýsa og sýna hvernig æfingar eru framkvæmdar. Annar fróðleikur um æfingar, líkamstöðu og líkamlegt hreysti má finna á síðunni.